- Einmanaleiki, vanmáttarkennd og leiði valda þjáningu og hafa skaðleg áhrif á líkamlega og andlega heilsu.
- Lifandi samfélag án aðgreiningar sem byggir á umhyggju og þátttöku allra óháð aldri og getu, gerir öllum mögulegt að líða vel.
- Við njótum okkar þegar við höfum auðveldan aðgang að samneyti við fólk, einsog við þörfnumst. Það er mótefni gegn einmanaleika.
- Við njótum okkar þegar líf okkar hefur tilgang og við höfum tækifæri til að gefa ekki síður en að þiggja. Það er mótefni gegn vanmætti.
- Við njótum okkar þegar tilbreyting og óvæntar uppákomur eru hluti af lífinu. Það er mótefni gegn leiða.
- Merkingalaus virkni hefur tærandi áhrif á mannsandann. Tilgangur með virkni er einstaklingsbundinn og nauðsynlegur fyrir heilsu okkar og velliðan.
- Við erum persónur með sjúkdóma en skilgreinum okkur ekki út frá þeim. Læknismeðferð getur stutt og eflt okkur til lífs sem er þess virði að lifa því.
- Einstaklingar eiga að vera aðilar að ákvarðanatöku í öllum málum er þá varða. Valdefling virkjar sjálfræði, valfrelsi og eykur áhrif í daglegu lífi.
- Að breyta menningu er verkefni sem aldrei lýkur, það krefst samstarfs, úthalds og opins huga. Við þurfum stöðugt að læra, þróast og aðlagast nýjum aðstæðum.
- Forystan er lykillinn að mikilvægum, varanlegum breytingum. Ekkert getur komið í hennar stað.