Eden hjúkrunarheimili

„Þau hjúkrunarheimili sem  óska eftir að fá alþjóðlega viðurkenningu sem Eden heimili sækja formlega um á sérstökum eyðublöðum til Eden Ísland. Þegar umsókn er send inn fer í gang ákveðið umsóknarferli þar sem gerðar eru ákveðnar úttektir á starfsemi hjúkrunarheimilisins. Úttektin felur í sér að rýna í starfsemina úr frá ákveðnum viðmiðum  og gera svokallaða hlýleikakönnun sem er könnun með stöðluðum spurningum fyrir íbúa, aðstandendur og starfsmenn.  Þessi könnun er gerð til að fá raunsæja mynd af menningu og andrúmslofti heimilisins og líðan þeirra sem þar búa og starfa. Að fá skráningu sem Eden heimili er ákveðinn gæðastimpill sem þarf að endurnýja á tveggja ára fresti. “

Eftirfarandi hjúkrunarheimili hafa hlotið viðurkenningu sem Eden heimili

Hlíð, Lögmannshlíða og Dagþjálfunin Hlíð
Akureyri

Áður Öldrunarheimili Akureyrar

Grundarheimili Reykjavík

Grundarheimili Hveragerði

Eftirfarandi hjúkrunarheimili vinna með Eden hugmyndafræðina

Dvalar- og hjúkrunarheimili ásamt dagdvalar starfsemi sem vinna markvisst með Eden Alternative® hugmyndafræðina og hafa fengið Grunnnámskeið fyrir starfsfólkið hjá Eden Íslandi