Eden Vellíðunarlyklarnir 7

Líf sem maður sjálfur metur gott er hin fullkomna útkoma mannlegs lífs (WHO).
Eden Alternative© hugmyndafræðin er persónumiðuð og leggur áherslu á mikilvægi vellíðan allra er þarfnast þjónustu, aðstandanda þeirra og starfsmanna. Hægt er að skilgreina vellíðan einfaldlega með því að vera  „ ánægður með lífið“. 
Ánægja,  heilbrigði og hamingja eru hugtök sem oft eru notuð í tengslum við vellíðan sem þróast í gegnum lífið og dýpka eftir því sem við þroskumst. Eden hugmyndafræðin leggur áherslu á sjö meginþætti sem skipta máli fyrir  vellíðan fólks, svo kallaðir vellíðunarlyklar.

Sjálfsmynd– hver er ég:
Góð sjálfsmynd: gagnkvæmt traust, skilningur, trúnaður, heiðarleiki, væntumþykja.
Að upplifa að aðrir þekki mann/ að vera þekktur. Starfsfólk þekki og skilji lífssögu íbúans.

Tengsl– að kynnast vel:
Að upplifa sig að vera í tengslum við aðra, að vera á lífi, að vera þátttakandi, að upplifa tengsl við fortíð, nútíð og framtíð, tengsl í gegnum persónulega hluti, umhverfið og náttúruna. 

Öryggi– umhverfi, umhyggja:
Að vera laus við óöryggi og vafa, hafa möguleika á einkalífi, virðingu og reisn.

Sjálfstæði– sjálfræði, virðing:
Sjálfsákvörðunarréttur. Hafa frelsi til þess að velja og taka ákvarðanir.

Tilgangur– líf sem er þess virði að lifa því:
Markmið, vera mikilvægur, einhvers virði og finna von.

Þroski– að læra nýtt:
Að fá að blómstra og þroskast út lífið hvernig sem færni og heilsa þróast.

Gleði– í daglegu lífi:
Gleðin er að finna fyrir og upplifa hamingjutilfinningu, að njóta. Hamingja, sæla eða lukka er tilfinning fyrir gleði, ánægju og velferð. Hamingja er flókin tilfinning sem erfitt er að festa hendur á.

Hér eru nokkur dæmi um hvernig hægt er að nota vellíðunarlyklana?

  • Hægt er að samþætta alla lykla vellíðunar inn í skipulag og verklag sem notað er til að styðja við einstaklinginn hvar sem hann býr.
  • Skoða vellíðunarlyklana ef vandamál eða vanlíðan er til staðar.
  • Við breytingu á menningu.
  • Við fræðslu og móttöku á nýju starfsfólki.
  • Við mat á heimili, fyrirtæki eða stofnun.
  • Í þróunarsamtali við starfsfólk.
  • Í þróun og nýsköpun.