Fréttapistill

Samráðsdagur Eden heimila 2. nóvember 2023

GERUM GOTT BETRA
Samráðsdagur Eden heimila verður haldinn 2. nóvember 2023 frá kl. 10.00 til 15.00 á Nauthól við Nauthólsveg 106, 101 Reykjavík.

Árlegur samráðsdagur Eden heimila er ætlaður formlegum og óformlegum leiðtogum sem starfa á Eden hjúkrunarheimili.
Fundarstjóri er Inga Dóra Halldórsdóttir, framkvæmdarstjóri Brákarhlíðar

Dagskrá:
10.00 – 10.15  Setning – Rannveig Guðnadóttir verkefnastjóri
10.15 – 10.45  Lát hjarta ráða för – Auður Axelsdóttir aðstandandi
10.45 – 11.00  Umræður
11.00 – 11.30  Það er gott að eldast, persónumiðuð þjónusta – Berglind Magnúsdóttir verkefnastjóri
11.30 – 11.45  Umræður
11.45 – 12.15  Heilabilunarvænt hjúkrunarheimili – Hulda Sveinsdóttir, heilabilunarráðgjafi SAk
12.15 – 12.30  Umræður
12.30 – 13.15  Hádegisverður
13.15 – 13.35  Eden stefnan í framkvæmd – Helga G. Erlingsdóttir verkefnastjóri
13.35 – 13.55  Hvatning og úthald. Grunnregla 9 – Aníta Magnúsdóttir forstöðumaður Vífilsstöðum
13.55 – 14.15  Forystan í lykilhlutverki og leiðir þróunina. Grunnregla 10 – Karl Óttar Einarsson framkvæmdarstjóri Grundarheimila
14.15– 14.30   Samantekt dagsins

Skráið þátttöku hér á heimasíðunni undir Námskeið og viðburðir fyrir 25. október.
Þátttökugjald 10.000 kr. greiðist inn á reikning við skráningu: Banki: 0162-26-7072 Kt. 620606-1460
Sendið fyrirspurn eða ábendingu t.d. um fæði á edeniceland@gmail.com

Skráning á samráðsdaginn GERUM GOTT BETRA

Samráðsdagur Eden heimila 2.11. 2023 – dagskrá til útprentunar 

Fréttapistill febrúar 2022

Eden Ísland fagnar því að samfélög eru að opnast á ný og áætlar að hefja námskeiða-starfsemi uppúr miðjum marsmánuði. Námskeið eru skipulögð í samstarfi við hjúkrunarheimili sem óska eftir að fá til sín námskeið í formi netfræðslu eða viðveru, og opin pláss eru í boði á námskeiðum á norður- og sunnanlands.

Fastir samráðsfundir Eden-heimila eru haldnir einu sinni í mánuði á tímabilinu september til maí. Síðastliðin tvö ár hefur ekki verið gerlegt vegna faraldursins að halda árlegan samráðsdag Eden-heimila en nú loksins er það okkar ánægja að biðja ykkur um að taka frá daginn 28. apríl 2022 ♥

Starfsemi Eden Ísland hefur ekki staðið í stað á tíma faraldursins heldur hefur þetta tímabil verið nýtt til að endurskoða og þróa starfsemina. Faraldurinn hefur leitt til þess að allir hafa þurft að takast á við nýjar áskoranir og aðlaga sig nýrri tilveru, það er mikilvægt að sjá tækifæri og virkja jákvæðar hugmyndir í öllum aðstæðum. Eitt af því jákvæða sem sprottið hefur fram hjá Eden Ísland á þessu tímabili er ný heimasíða sem komin er í loftið og verður í sífelldri vinnslu áfram.

Netnámskeið hafa verið hönnuð og prufukeyrð með góðum árangri og búið er þróa áfram uppsetningu og innihald námskeiða með í huga að byggja ofan á þá færni og þekkingu sem starfsfólk hefur á hverjum stað. Því er nú betur hægt að mæta hverjum og einum í samræmi við sýn Eden og stuðla að frekari þroska og vexti  út lífið.

Eden Ísland hefur hafið samstarf við þverfaglegan hóp öflugra einstaklinga sem búa yfir sérþekkingu á m.a. heilabilun, vellíðan, lífssögu-nálgun, forystu og þróun og munu koma að bæði grunnn- og framhaldsnámskeiðum. Auk þeirra munu gestakennarar miðla dýrmætri reynslu á komandi námskeiðum og deila með okkur fróðleik og dæmisögum um hvað hefur reynst vel og ekki vel í þeirra starfi.

Hjá höfuðstöðvum Eden Alternative í Bandaríkjunum hefur mikil naflaskoðun átt sér stað undir forystu nýs framkvæmdastjóra, Patrick Bultema. Hann kemur úr nýsköpunargeiranum og hefur honum tekist vel að þróa og efla starfsemina enn fremur og lagt sérstaka áherslu á að uppfæra og nútímavæða kennsluefni og upplýsinga viðmót.

Náið alþjóðasamstarf er og hefur verið mikill stuðningur fyrir þróun og skipulagningu en Eden-verkefnastjórar víða um heim safnast saman sex sinnum á ári ásamt Kathy Hagen hjá Eden Bandaríkjunum. Helga G. Erlingsdóttir hefur tekið þátt í alþjóðasamstarfinu ásamt undirritaðri og hefur tekið að sér verkefnastjórastarf hjá Eden Íslandi sem m.a. felur í sér fundarsetu, skipulagningu og umsýslu Eden-starfsemi á Íslandi.

Eden hugmyndafræðin heldur áfram að berast víðar um heim og löndin Spánn og Sviss hafa bæst í alþjóðahópinn ásamt eyjunni Mauritius. Því er stöðugt unnið með þýðingar og aðlögun Eden hugmyndafræðinnar að menningu hvers og eins samfélags fyrir sig. Eden Ástralía hefur teygt arma sína til Asíu með námskeiðahaldi og erindum á ráðstefnum þ.á.m. í Kína.

Eden Evrópu-ráðstefna er búin að vera lengi á dagskrá en sú undirbúningsvinna hefur legið í dvala vegna faraldursins. Eins er enn ekki komin ný tímasetning á Eden Bandaríkja-ráðstefnu sem haldin hefur verið annað hvert ár. Nú horfum við framávið með gleði í hjarta og sjáum fram á bjartari tíma með hækkandi sól, rénun í vá og sóttvarnar-aðgerðum vegna faraldursins með tilheyrandi opnari samfélögum og heimi á ný!

Bestu kveðjur,
Rannveig Guðnadóttir hjá Eden Íslandi