Samráðsdagur Eden heimila 2. nóvember 2023

GERUM GOTT BETRA
Samráðsdagur Eden heimila verður haldinn 2. nóvember 2023 frá kl. 10.00 til 15.00 á Nauthól við Nauthólsveg 106, 101 Reykjavík.

Árlegur samráðsdagur Eden heimila er ætlaður formlegum og óformlegum leiðtogum sem starfa á Eden hjúkrunarheimili.
Fundarstjóri er Inga Dóra Halldórsdóttir, framkvæmdarstjóri Brákarhlíðar

Dagskrá:
10.00 – 10.15  Setning – Rannveig Guðnadóttir verkefnastjóri
10.15 – 10.45  Lát hjarta ráða för – Auður Axelsdóttir aðstandandi
10.45 – 11.00  Umræður
11.00 – 11.30  Það er gott að eldast, persónumiðuð þjónusta – Berglind Magnúsdóttir verkefnastjóri
11.30 – 11.45  Umræður
11.45 – 12.15  Heilabilunarvænt hjúkrunarheimili – Hulda Sveinsdóttir, heilabilunarráðgjafi SAk
12.15 – 12.30  Umræður
12.30 – 13.15  Hádegisverður
13.15 – 13.35  Eden stefnan í framkvæmd – Helga G. Erlingsdóttir verkefnastjóri
13.35 – 13.55  Hvatning og úthald. Grunnregla 9 – Aníta Magnúsdóttir forstöðumaður Vífilsstöðum
13.55 – 14.15  Forystan í lykilhlutverki og leiðir þróunina. Grunnregla 10 – Karl Óttar Einarsson framkvæmdarstjóri Grundarheimila
14.15– 14.30   Samantekt dagsins

Skráið þátttöku hér á heimasíðunni undir Námskeið og viðburðir fyrir 25. október.
Þátttökugjald 10.000 kr. greiðist inn á reikning við skráningu: Banki: 0162-26-7072 Kt. 620606-1460
Sendið fyrirspurn eða ábendingu t.d. um fæði á edeniceland@gmail.com

Skráning á samráðsdaginn GERUM GOTT BETRA

Samráðsdagur Eden heimila 2.11. 2023 – dagskrá til útprentunar